Innlent

Þorgerður Katrín flytur skrifstofuna suður

Atli Ísleifsson skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra Vísir/Pjetur
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hyggst flytja skrifstofu sína tímabundið á Suðurland  næstkomandi mánudag. Mun ráðherra sinna störfum sínum fyrir sunnan fram á miðvikudaginn 24. maí.

Í frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að með ráðherranum í för verði meðal annars ráðuneytisstjóri og aðstoðarmenn ráðherra. 

„Ráðherrann verður með viðtalstíma á Hvolsvelli milli kl. 08:30 og 12:00 þriðjudaginn 23. maí í Pálsstofu í Félagsheimilinu Hvoli, Austurvegi 8, 860 Hvolsvelli.Óskir um viðtöl skulu berast á netfangið gudny.steina.petursdottir@anr.is

Tilgangurinn með flutningunum er að heimsækja fyrirtæki og stofnanir og styrkja tengsl ráðuneytisins við sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að skrifstofan flytji tímabundið út á land þrisvar til fjórum sinnum á ári en í febrúar sl. var hún flutt á Ísafjörð,“ segir í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×