Enski boltinn

Leikmenn verða dæmdir í bann fyrir að dýfa sér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni þurfa að vera heiðarlegir næsta vetur.
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni þurfa að vera heiðarlegir næsta vetur. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið tók risastóra ákvörðun í dag er ákveðið var að leikmenn sem dýfa sér yrðu settir í leikbann ef sannað þykir að þeir hafi verið með leikaraskap.

Margir hafa kallað eftir þessari reglugerðarbreytingu í mörg ár enda hefur það færst í vöxt að leikmenn reyni að blekkja dómarann með leikrænum tilþrifum. Vonir standa til að með þessu verði svindli útrýmt í boltanum.

Sérstök myndbandsnefnd á vegum sambandsins mun fara yfir þau atvik sem þykja umdeild og í kjölfarið dæma menn í bann ef þurfa þykir.

Til að byrja með verða aðeins skoðuð atvik þar sem vítaspyrna er dæmd eða leikmenn fá gult eða rautt spjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×