Enski boltinn

Leikmenn verða dæmdir í bann fyrir að dýfa sér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni þurfa að vera heiðarlegir næsta vetur.
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni þurfa að vera heiðarlegir næsta vetur. vísir/getty

Enska knattspyrnusambandið tók risastóra ákvörðun í dag er ákveðið var að leikmenn sem dýfa sér yrðu settir í leikbann ef sannað þykir að þeir hafi verið með leikaraskap.

Margir hafa kallað eftir þessari reglugerðarbreytingu í mörg ár enda hefur það færst í vöxt að leikmenn reyni að blekkja dómarann með leikrænum tilþrifum. Vonir standa til að með þessu verði svindli útrýmt í boltanum.

Sérstök myndbandsnefnd á vegum sambandsins mun fara yfir þau atvik sem þykja umdeild og í kjölfarið dæma menn í bann ef þurfa þykir.

Til að byrja með verða aðeins skoðuð atvik þar sem vítaspyrna er dæmd eða leikmenn fá gult eða rautt spjald.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira