Skoðun

1. maí

Þorvaldur Þorvaldsson skrifar
Í ár eru hundrað ár liðin frá því að rússnesk alþýða reis upp gegn keisaranum og auðvaldinu. Og enn er nauðsyn að rísa upp gegn auðvaldinu, líka hér á Íslandi.

Útbreidd fátækt er orðin landlæg á Íslandi og ójöfnuður fer vaxandi ár frá ári. Engu breytir þó hagvöxtur slái öll met, og gjaldeyrir streymi inn í landið með ferðamönnum.

Húsnæðisvandi almennings er kominn algerlega úr böndum. Fjöldi fullvinnandi fólks getur ekki lifað á launum sínum. Margir lífeyrisþegar eiga erfitt með að komast af, þó því sé haldið fram að hér sé besta lífeyriskerfi í heimi.

En það er ekki nóg að býsnast yfir fátækt og ójöfnuði. Til að breyta ástandinu er nauðsynlegt að taka á orsökunum. Kapítalisminn felur í sér orsakir vaxandi ójafnaðar. Markaðurinn gerir þá ríku ríkari á kostnað alþýðunnar. Auðstéttin notar fjármálakerfið til að viðhalda forréttindum sínum og þrýstir á um að sölsa undir sig innviði samfélagsins í vaxandi mæli, til að auka enn frekar ójöfnuð og fátækt.

Vinnandi fólk á Íslandi verður að taka höndum saman til að efla stéttabaráttuna gegn auðvaldinu, bæði í sókn og vörn, bæði til varnar afmörkuðum stéttarhagsmunum í einstökum málum, en einnig í sókn til nýs samfélags, sem byggist á aukinni félagsvæðingu og sósíalisma.

Alþýðufylkingin er traustur hornsteinn í allri baráttu fyrir stéttarhagsmunum alþýðunnar og boðar samstöðu allra sem hafa sömu markmið. Það er lykill að árangri í þessari baráttu.




Skoðun

Skoðun

Lík­hús

Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar

Skoðun

Sundtískan

Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar

Sjá meira


×