Kim hefur misst 100.000 fylgjendur á Instagram

01. maí 2017
skrifar

Líkt og flestar aðrar konur í heiminum er Kim Kardashian með appelsínuhúð. Þegar hún fór í frí með vinkonum sínum í seinustu viku náðust myndir af ósnertum afturendanum hennar. Þrátt fyrir að það sé allt eðlilegt við það eru margir aðdáendur hennar svekktir yfir því að hún hafi í gegnum tíðina látið 'photoshop-a' myndirnar sínar. 

Myndir á Instagram aðganginum hennar hafa þó aldrei sýnt að hún sé með appelsínuhúð. Í kjölfarið hefur hún misst 100.000 fylgjendur. 

Það er þó aðeins dropi í hafi fyrir Kim, enda er hún með 98.9 milljónir fylgjenda. 

Þrátt fyrir alla gagnrýnina eru fleiri sem taka upp hanskann fyrir Kim, enda er allt sem hún gerir gagnrýnt. Hún má hvorki eiga við myndir af sér né láta þær í friði án þess að fá yfir sig skítkast. 
A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on