Enski boltinn

Svona var lífið síðast þegar Tottenham endaði fyrir ofan Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Tottenham vann 2-0 sigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.



Þar með er öruggt að Tottenham endar fyrir ofan Arsenal í fyrsta sinn síðan 1995. Þá endaði Spurs í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Arsenal í því tólfta.

Tuttuguogtvö ár eru langur tími og til gamans tók ESPN saman 22 hluti sem sýna hvernig lífið var síðast þegar Tottenham endaði fyrir ofan Arsenal.

Árið 1995 var Blackburn Rovers Englandsmeistari en í dag á liðið það á hættu að falla niður í C-deild.

Fyrir 22 árum vissu fáir hver Arsene Wenger var enda var Frakkinn að þjálfa í Japan þá. Wenger tók við Arsenal haustið 1996 og er enn við stjórnvölinn hjá félaginu. Arsenal hefur aldrei endað fyrir neðan Tottenham í hans stjórnartíð, fyrr en núna.

Dele Alli, sem skoraði fyrra mark Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum í gær, var ekki fæddur síðast þegar Tottenham endaði fyrir ofan Arsenal.

Þá var Sepp Blatter ekki orðinn forseti FIFA og MLS-deildinni hafði ekki enn verið komið á laggirnar.

Fyrir 22 árum var Bill Clinton forseti Bandaríkjanna og John Major var maðurinn í Downingsstræti 10.

Oasis var ein heitasta hljómsveit heims og gaf út plötuna What's The Story, Morning Glory sem seldist í bílförmum.

Árið 1995 voru fyrstu farsímarnir ekki komnir á markað en PlayStation leikjatölvan var hins vegar kynnt fyrir Evrópubúum þetta sama ár.

Samantekt ESPN má lesa með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×