Innlent

Nokkur hundruð manns á stofnfundi Sósíalistaflokksins: Gunnar Smári telur að umræðan um gjaldþrot Fréttatímans muni ekki skaða Sósíalistaflokkinn

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Nokkur hundruð manns mættu á stofnfund Sósíalistaflokks Íslands í Tjarnabíói í dag. Fjöldi fólks skráði sig þegar í stað í flokkinn, að sögn stofnanda hans. Hann telur að umræða um gjaldþrot Fréttatímans muni ekki koma til með að skaða flokkinn.

Á fundinum var skýrsla undirbúningshóps um aðdraganda stofnunar flokksins kynnt sem og starfið sem er framundan. Þá fór fram kosning bráðabirgðastjórnar og formanns flokksins.

Gunnar Smára Egilsson, fyrrverandi ritstjóri og driffjöður í Sósíalistaflokki Íslands, segir fjölda fólks hafa skráð sig í flokkinn. „Ég held að það sé eitthvað um 1400 manns, þegar ég kíkti síðast. Nú koma félagsmenn í fyrsta skipti saman og ætla að ræða hvernig starfsemin verður næstu mánuðina,“ segir Gunnar Smári.

Gunnar útskýrir að hugmyndafræði flokksins gangi fyrst og fremst út á það að ná völdunum af auðstéttinni. Hægt er að sjá viðtal við Gunnar Smára í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×