Enski boltinn

Sjáðu öll mörkin, flottustu markvörslurnar og allt það helsta úr leikjum helgarinnar | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi sá til þess að Swansea fékk stig á Old Trafford.
Gylfi sá til þess að Swansea fékk stig á Old Trafford. vísir/getty
Það styttist í annan endann á ensku úrvalsdeildinni en liðin eiga nú aðeins 3-5 leiki eftir.

Það var nóg um að vera um helgina. Chelsea vann sterkan sigur á Everton, Tottenham vann Arsenal og tryggði það að liðið endar fyrir ofan Skytturnar í fyrsta sinn í 22 ár og stórkostlegt mark Emre Can skildi Liverpool og Watford að.

Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea stig á Old Trafford með mögnuðu marki beint úr aukaspyrnu, Sunderland féll eftir tap fyrir Bournemouth og Burnley vann sinn fyrsta útisigur á tímabilinu.

Vísir býður lesendum sínum upp á að sjá allt það helsta sem átti sér stað í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá uppgjörsmyndbönd þar sem er farið yfir öll mörk umferðarinnar, flottustu markvörslurnar o.s.frv.

Flottustu markvörslurnar
Augnablikið
Uppgjörið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×