Enski boltinn

Zlatan mun ná fullum bata

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic meiddist á hægra hné.
Zlatan Ibrahimovic meiddist á hægra hné. Vísir/Getty
Hnéaðgerð Zlatan Ibrahimovic gekk vel og umboðsmaður hans er bjartsýnn á það að leikmaðurinn nái sér að fullu.

Zlatan Ibrahimovic sleit krossband á lokamínútunum í seinni leik Manchester United og Anderlecht í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar 20. apríl síðastliðinn.

Hann fór í aðgerðina í Bandaríkjunum og umboðsmaður hans, Mino Raiola, segir hana hafa heppnast vel sem þýðir að Zlatan muni ná fullum bata og að hann muni snúa aftur inn á fótboltavöllinn.

Zlatan hefur nú hafið endurhæfingu sína í Pittsburgh þar sem aðgerðin fór fram á dögunum.  BBC segir frá.

Ibrahimovic er að klára eins árs samning sinn fyrir Manchester United en hann átti frábært tímabil á Old Trafford og skoraði 28 mörk í öllum keppnum.

Stuðningsmenn Manchester United sáu fyrir sér nýjan samning við sænska framherjann í hillingum en meiðslin hafa sett þar strik í reikninginn.

Þrátt fyrir að hafa farið á kostum með United á leiktíðinni þá er Zlatan orðinn 35 ára gamall og það er alltaf erfitt fyrir leikmanna á þeim aldri að koma til baka eftir svona alvarleg hnémeiðsli.

Mino Raiola ætlar hinsvegar að redda sínum manni nýjum samningi og hann lagði mikla áherslu á það í yfirlýsingu sinni um að ferill sænska leikmannsins væri ekki á enda.


Tengdar fréttir

Zlatan ætlar ekki að gefast upp

Zlatan Ibrahimovic, framherji Man. Utd, ætlar að koma sterkari til baka eftir meiðslin sem hann varð fyrir á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×