Íslenski boltinn

Íslenskur landsliðsmaður segir alltof marga lélega útlendinga spila í Pepsi-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Már Sigurjónsson á leið í leik með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi 2016.
Rúnar Már Sigurjónsson á leið í leik með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi 2016. Vísir/Getty
Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður Íslands og leikmaður svissneska félagsins Grasshopper frá Zürich hefur sterkar skoðanir á útlendingamálunum í Pepsi-deildinni í fótbolta.

Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar fór fram um helgina og þar voru nokkrir erlendir leikmenn í byrjunarliðinu hjá flestum liðum.

Rúnar Már er hinsvegar á því að íslensku liðin séu að flytja inn of marga lélega erlenda leikmenn inn í Pepsi-deildina.

„Alltof margir lélegir útlendingar í Pepsi deildinni ár eftir ár. Það þarf að setja einhverjar reglur um þetta. Hámark 3 í liði?,“ skrifaði Rúnar Már inn á Twitter-síðu sína.

Rúnar Már lék með Val áður en hann fór út í atvinnumennsku. Hann spilaði fyrst með Sundsvall í Svíþjóð í þrjú ár en fór síðan til Grasshopper eftir Evrópumótið í fyrra þar sem hann var í leikmannahópi Íslands.

Rúnar Már vill greinilega fá sömu reglur og í körfunni þar sem liðin mega bara vera með ákveðið marga erlenda leikmenn inn á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×