Enski boltinn

Harry Kane: Ég get bætt markamet Alan Shearer | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Harry Kane skorar og skorar.
Harry Kane skorar og skorar. vísir/getty
Harry Kane, framherji Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, telur að hann geti orðið markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.

Kane, sem er 23 ára gamall, er búinn að skora 70 mörk fyrir Lundúnarliðið og vantar 191 mark til að fara yfir Alan Shearer sem skoraði 260 mörk fyrir Sothampton, Blackburn og Newcastle.

Þetta er þriðja tímabilið í röð sem Kane skorar yfir 20 mörk í ensku úrvalsdeildinni en hann verður að halda því áfram og aðeins bæta í ef hann ætlar að bæta met Shearers.

„Ég held að ég geti bætt metið,“ segir Kane í viðtali við Thierry Henry sem er fimmti markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 175 mörk.

„Það er auðvelt að segja það núna því margt á eftir að gerast Ég er kominn með 70 mörk núna og þarf einhver 190 í viðbót.“

„Ég hef aldrei skorast undan áskorun og vonandi er þetta markmið sem ég get náð,“ segir Harry Kane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×