Erlent

Breskir íhaldsmenn unnu sigra í kosningum til sveitarstjórna

Atli Ísleifsson skrifar
Alls var kosið um 4.851 sæti í 88 sveitarstjórnum.
Alls var kosið um 4.851 sæti í 88 sveitarstjórnum. Vísir/AFP
Íhaldsmenn unnu sigra í kosningum til sveitarstjórna í gær og tóku sæti bæði af Verkamannaflokknum og Breska sjálfstæðisflokknum UKIP.

Í frétt BBC kemur fram að Íhaldsmenn hafi náð meirihluta í fimm sveitarstjórnum í Englandi og Wales þar sem þeir voru áður í minnihluta, meðal annars í Lincolnshire og Monmouthshire, auk þess að þeim tókst að fjölga kjörnum fulltrúum í Skotlandi.

Niðurstöður kosninganna eru taldar geta gefið mynd af því sem koma skal, en einungis fimm vikur eru nú til þingkosninga í Bretlandi.

UKIP misstu öll þrjátíu sæti sín í sveitarstjórnum og hafa forsvarsmenn sagt flokkinn „fórnarlamb eigin velgengni“ eftir niðurstöður Brexit-atkvæðagreiðslunnar síðasta sumar.

Athygli vekur að Verkamannaflokkurinn missti meirihluta sinn í Glasgow í Skotlandi sem hefur um árabil verið eitt helsta vígi flokksins.

Alls var kosið um 4.851 sæti í 88 sveitarstjórnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×