Íslenski boltinn

Mees Junior Siers til Fjölnis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Siers á 38 leiki að baki í Pepsi-deildinni.
Siers á 38 leiki að baki í Pepsi-deildinni. vísir/vilhelm
Fjölnir hefur samið við hollenska miðjumanninn Mees Junior Siers um að leika með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar.

Siers hefur reynslu úr Pepsi-deildinni en hann lék með ÍBV 2015 og 2016, alls 38 deildarleiki.

Siers lék með SönderjyskE í Danmörku áður en hann kom til ÍBV. Þar áður lék hann í heimalandinu.

Siers er fjórði leikmaðurinn sem Fjölnir fær til sín í vetur en áður voru Bojan Stefán Ljubicic, Igor Taskovic og Ivica Dzolan komnir til Grafarvogsliðsins.

Fjölnir gerði markalaust jafntefli við ÍBV í 1. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudaginn. Fjölnir mætir Breiðabliki á mánudaginn og þá gæti Siers leikið sinn fyrsta leik í gulu treyjunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×