Enski boltinn

Man. City má ekki semja við unga leikmenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pep Guardiola, stjóri Man. City, er líklega ekki ánægður með þessi tíðindi.
Pep Guardiola, stjóri Man. City, er líklega ekki ánægður með þessi tíðindi. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið hefur sektað Man. City um 41 milljón króna og meinað félaginu að semja við unga leikmenn næstu tvö árin.

Knattspyrnusambandið fór í þessa aðgerð eftir að City hafði brotið félagaskiptareglurnar á Englandi. City má ekki kaupa neina leikmenn sem geta spilað með unglingaliðum félagsins.

City verður því að halda sig við að kaupa reyndari leikmenn eins og félagið hefur gert mikið af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×