Enski boltinn

Gríðarlega mikilvægt að komast í Meistaradeildina

Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir liðið að komast í Meistaradeild Evrópu.

"Frammistaða okkar var mjög góð. Ég er ánægður fyrir hönd stuðningsmanna okkar og við fengum loksins að sjá mörg mörk skoruð," sagði Guardiola eftir 5-0 stórsigur sinna manna gegn Crystal Palace fyrr í dag.

"Það er mjög mikilvægt að komast í Meistaradeildina og þetta er í okkar höndum," bætti Guardiola við.

Sam Allardyce, stjóri Crystal Palace, var hins vegar ekki upplitsdjarfur og sagði að sitt lið hafi gefið heimamönnum of mörk mörk.

"Það var ekki okkar leikaðferð sem olli fyrsta markinu. Varnarmaður okkar þurfti að koma boltanum frá markinu en það tókst ekki og þeir skoruðu. Það voru einstaklings mistök. Þetta var ekki sama Palace-lið og við höfum séð undanfarnar tvo eða þrjá mánuði. Vonandi var þetta undantekning og leikmenn verða að ná þessu tapi úr sér fyrir mikilvægast leik tímabilsins, næstu helgi gegn Hull á heimavelli," sagði Allardyce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×