Enski boltinn

Dyche ánægður með stigin fjörutíu

Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar
Burnley rauf 40 stiga múrinn með jafntefli við WBA í leik liðanna í dag. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu sjö mínúturnar í liði Burnley, sem lenti 2-1 undir í leiknum.

"Tölfræðilega eru 40 stig stór þáttur fyrir okkur. Okkur var spáð slöku gengi í byrjun leiktíðar þannig að ég er mjög ánægður með leikmenn mína," sagði Sean Dyche, stjóri Burnley. En líklegt verður að teljast að 40 stig dugi liðinu við að sleppa við fall.

"Við gáfum þeim tvö auðveld mörk en svöruðum vel fyrir okkur. Við erum ekki alveg öruggir en mér finnst líklegt að svo sé. Önnur lið hafa meiri pening milli handanna en við en við einbeitum okkur bara að sjálfum okkur. Fyrir lið eins og okkur er frábært að vera komin með 40 stig og tveir leikir eftir," sagði Dyche.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×