Erlent

Tugir barna fórust í rútuslysi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vegfarendur flykktust að slysstað í dag.
Vegfarendur flykktust að slysstað í dag. Vísir/AFP
Yfir þrjátíu manns létust þegar rúta keyrði fram af bröttum vegi og hafnaði ofan í gljúfri nálægt bænum Karatu í norðurhluta Afríkuríkisins Tansaníu. Nokkrir eru einnig særðir en slysið átti sér stað í morgun. BBC greinir frá.

Nær allir farþegar rútunnar voru börn á aldrinum 12-14 ára og nemendur við Lucky Vincent skólann í Arusha, nærliggjandi bæ. Verið var að ferja börnin á milli bæjanna til að taka próf. Þá létust tveir kennarar, auk bílstjóra rútunnar, einnig í slysinu.

Forseti Tansaníu, John Magufuli, sagði slysið „þjóðarharmleik.“

Rannsókn er hafin á tildrögum slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×