Enski boltinn

Sjáðu sigurmark Swansea og öll hin úr enska boltanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það var mikið skorað í ensku úrvalsdeildinni í gær en mörkin úr leikjum gærdagsins eru öll komin á Vísi og má sjá hér fyrir neðan.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea komu sér úr fallsæti með 1-0 sigri á Everton en aðeins tvær umferðir eru eftir af tímabilinu í Englandi.

Hull sat eftir í fallsæti eftir 2-0 tap fyrir botnliði Sunderland, sem er þegar fallið úr deildinni.

Leicester vann enn einn leikinn á heimavelli og Burnley fór langt með að bjarga sér eftir 2-2 jafntefli gegn West Brom. Þá komst Manchester City upp fyrir Liverpool í þriðja sæti deildarinnar með 5-0 stórsigri á Crystal Palace.

Tveir leikir eru á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í dag og báðir eru þeir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liverpool mætir Southampton klukkan 12.30 en að honum loknum tekur við upphitun fyrir stórleik Arsenal og Manchester United, sem hefst klkukkan 15.00.

West Ham - Tottenham 1-0
Bournemouth 2 - 2 Stoke
Burnley 2 - 2 West Brom
Hull 0 - 2 Sunderland
Leicester 3 - 0 Watford
Manchester City 5 - 0 Crystal Palace
Swansea 1 - 0 Everton

Tengdar fréttir

Wenger efast um hugarfar Özil

Arsene Wenger hefur sýnar efasemdir um að Mesut Özil geti tekið gagnrýni á sama hátt og aðrir topp leikmenn.

Dyche ánægður með stigin fjörutíu

Burnley rauf 40 stiga múrinn með jafntefli við WBA í leik liðanna í dag. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu sjö mínúturnar í liði Burnley, sem lenti 2-1 undir í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×