Enski boltinn

Allt undir í baráttunni um Meistaradeildarsætin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það er stór sunnudagur fram undan í ensku úrvalsdeildinni, ekki síst fyrir Liverpool og Manchester United sem eru að berjast um að komast í Meistaradeild Evrópu.

United mætir Arsenal á útivelli en sem stendur er Lundúnarfélagið í sjötta sætinu með 60 stig. Liðið á veika von um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili en hún verður nánast úr sögunni með tapi í dag.

Liverpool tekur á móti Southampton klukkan 12.30 en liðið datt niður í fjórða sætið í gær eftir 5-0 stórsigur Manchester City á Crystal Palace. Bæði lið eru með 69 stig.

Manchester United er með 65 stig í fimmta sætinu en á leik til góða.

Eftir leik Liverpool og Southampton hefst upphitun fyrir leik Manchester United og Arsenal, sem hefst klukkan 15.00. Allt verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Efst í fréttinni má sjá myndband þar sem fjallað er um leiki dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×