Erlent

Kannanir benda til að Macron fái meira en 60 prósent atkvæða

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag.
Frakkar ganga að kjörborðinu í dag. Vísir/afp
Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron mælist með rúmlega sextíu prósent fylgi samkvæmt niðurstöðum fjögurra skoðanakannanna sem hafa verið gerðar í dag.

Frá þessu greinir belgíska blaðið Le Soir.

Frakkar kjósa sér í dag nýjan forseta þar sem mun koma í ljós hvort að miðjumaðurinn Emmanuel Macron eða Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar, muni flytja inn í Elyséehöll í París og stjórna landinu næstu fimm árin.

Franska innanríkisráðuneytið birti tölur um þátttöku um hádeigsbil að staðartíma þar sem fram kom að 28,2 prósent atkvæðisbærra manna höfðu þá kosið. Til samanburðar höfðu 30,7 prósent kosið á sama tíma í forsetakosningunum 2012 og 34,1 prósent í kosningunum 2007. Í kosningunum 2002 höfðu þó færri kosið á sama tíma, eða 26,2 prósent. Stjórnmálafræðingar telja að Le Pen mun i frekar græða á lítilli kosningaþátttöku.

Kjörstaðir opnuðu klukkan átta að staðartíma og verður þeim síðustu lokað klukkan átta í kvöld, eða sex að íslenskum tíma. Fyrstu tölur munu birtast fljótlega eftir lokun kjörstaða.

Nýr forseti mun taka við völdum þann 15. maí næstkomandi.


Tengdar fréttir

Le Pen og Macron bæði búin að kjósa

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýjan forseta og hafa frambjóðendurnir tveir sem kosið er um nú báðir greitt atkvæði sitt.

Hallargarður við Louvre-safnið rýmdur

Lögregla fyrirskipaði að hallargarður þar sem Emmanuel Macron ætlar að fagna á kosninganótt skyldi rýmdur í varúðarskyni vegna öryggisástæðna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×