Handbolti

Geir: Mér leið aldrei illa með sóknarleikinn, við náðum stöðugt að búa til færi

Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar
Geir áhyggjufullur á bekknum í kvöld.
Geir áhyggjufullur á bekknum í kvöld. vísir/eyþór
Geir Sveinsson var eðlilega mjög ánægður með að hafa tekið tvö stig gegn Makedóníu í Laugardalshöll í kvöld. Sigurinn þýðir að öll liðin í riðlinum eru með fjögur stig þegar tvær umferðir eru eftir.

"Við þurftum þessi stig og þetta gerir það að verkum að riðillinn er galopinn. Það sem er best að þetta er í okkar höndum hvað framhaldið varðar," sagði Geir sem gerði mikilvæga breytingu á varnarleik liðsins um miðjan fyrri hálfleik.

"Við vorum of flatir varnarlega. Þeir náðu að komast trekk í trekk upp að okkur sem gerði það að verkum að við náðum ekki að fara út í skytturnar. Þetta var of auðvelt fyrir þá. Við það að fara í 5-1 fengum við meiri hreyfanleika, bakverðir þurftu að koma framar. Það eiga allir hrós skilið," sagði Geir.

"Við náðum að bæta og laga sóknarleikinn okkar frá því í Skopje. Við fengum betra flæði í hann. Mér leið aldrei illa með sóknarleikinn. Við náðum stöðugt að búa til færi og mikið um opnanir. Við hefðum kannski átt að nýta það enn betur," sagði Geir að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×