Lífið

Frábær íslensk acapella útgáfa af Paper

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stelpurnar í sveitinni LYRIKA gáfu í gær út virkilega fallega acapella útgáfu af laginu Paper með Svölu Björgvinsdóttur.

Lagið birtist á YouTube í gær en það voru þær Gígja Gylfadóttir og Sigrún Ósk Jóhannesdóttir sem sáu um raddsetningu.

Svala stígur á sviðið í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og tekur lagið á fyrra undanúrslitakvöldinu.

Hér að neðan má sjá þessa skemmtilegu útgáfu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×