Lífið

Í beinni: Stóra stundin runnin upp hjá Svölu

Atli Ísleifsson, Birgir Olgeirsson, Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa
Svala verður þrettánda á svið í kvöld.
Svala verður þrettánda á svið í kvöld. Andres Putting
Fyrri undankeppni Eurovision verður haldin í kvöld en þá ræðst hvort Ísland komist áfram í aðalkeppnina 13. maí. Fulltrúi Íslendinga, Svala Björgvinsdóttir, verður þrettánda á svið í Eurovision-höllinni í Kænugarði en atriðin eru átján talsins.

Svokallað dómararennsli fór fram í gær þar sem Svala flutti atriði sitt fyrir dómara þátttökuríkjanna. Atkvæði dómnefndar gilda til jafns við atkvæði almennings og flutningurinn því afar mikilvægur.

Vísir mun hita upp fyrir keppnina í allan dag; fara yfir atriðin og ýmsar staðreyndir þeim tengdum, rifja upp gamlar og góðar minningar, hvað veðbankarnir segja og margt margt fleira.

Áhugasamir geta byrjað á að kynna sér öll atriðin hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×