Lífið

Bretar reyna að merkja inn Evrópulöndin án teljandi árangurs

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kemur næst.
Kemur næst. Vísir
Það er mögulega erfiðara en það lítur út fyrir að vera að reyna að merkja inn öll lönd Evrópu á landakort. Ungir Bretar fengu það verkefni í myndbandi og óhætt er að segja að það hafi ekki gengið neitt sérstaklega vel.

Ein reyndi að merkja inn Indland á meðan önnur þurfti fjórar tilraunir til þess að ná Íslandi. Besta stigaskorið var 23 en áhugasamir geta spreytt sig á svipuðu prófi hér.

Sjá má Bretana spreyta sig á landakortinu hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×