Lífið

Íslendingar að missa sig úr bjartsýni fyrir kvöldið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svala kom, sá og sigraði í undankeppninni og verður fulltrúi Íslands á sviðinu í Kænugarði í kvöld.
Svala kom, sá og sigraði í undankeppninni og verður fulltrúi Íslands á sviðinu í Kænugarði í kvöld. Vísir/Andri Marinó
Það er óhætt að segja að mikillar bjartsýni virðist gæta fyrir fyrra kvöld undankeppni Eurovision sem fram fer í kvöld. Svala er á meðal keppenda í kvöld með lag sitt Paper og stígur þrettánda á svið um klukkan 20. 

Gestir og gangandi sem teknir voru tali í Kringlunni eru afar bjartsýnir fyrir keppninni í kvöld og óhætt er að segja að Svala eigi gott kvöld í vændum miðað við skoðun landa hennar.

Svartsýnasti viðmælandinn telur að Svala muni í það minnsta komast upp úr riðlinum og einn spáir okkar konu sigri sem yrði sannarlega saga til næsta bæjar. 

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×