Lífið

Felix: Svala gjörsamlega stórkostleg

„Það voru bara átján þjóðir sem leggja allt sitt í þetta, tíu eru valdar áfram og átta sem eru búin að leggja gríðarlega mikið á sig sem sitja eftir,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, eftir Svala Björgvinsdóttir féll úr leik í forkeppni Eurovision úti í Kænugarði í kvöld.

„Þetta er bara svona. Núna er ég búinn að taka þátt í þessu sex sinnum og hef komist áfram þrisvar og orðið eftir þrisvar. Nú er bara að snúa þessu við á næsta ári og komast þá í úrslit.“

Hann segir að það sé ekki yfir neinu að kvarta eftir kvöldið.

„Svala Björgvinsdóttir var gjörsamlega stórkostleg í öllu þessu ferli.“

Ítarlega er rætt við Felix í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×