Handbolti

Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anton Rúnarsson skoraði sex mörk.
Anton Rúnarsson skoraði sex mörk. vísir/andri marinó
Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. Valur vann fyrri leikinn 30-22 en tapaði einvíginu 54-53.

Heimamenn byrjuðu leikinn í maður á mann vörn sem gerði Valsmönnum erfitt fyrir.

Það gerðu tékkneskir dómarar leiksins einnig en þeir drógu taum í rúmenska liðsins og hjálpuðu því yfir línuna. Til marks um það fékk Potaissa Turda eina brottvísun í leiknum en Valur fimm. Auk þess voru fjöldamargir dómar sem orkuðu tvímælis eða voru hreinlega rangir.

Staðan var 16-9 í hálfleik. Valsmenn náðu að minnka muninn í fimm mörk, 19-14, um miðjan seinni hálfleik og svo aftur, 25-20, þegar 10 mínútur voru til leiksloka.

En Rúmenarnir sigu aftur fram úr undir lokin og unnu á endanum níu marka sigur, 32-23.

Vignir Stefánsson var markahæstur í liði Vals með sjö mörk en Anton Rúnarsson skoraði sex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×