Enski boltinn

Aron Einar leikmaður ársins hjá Cardiff

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar hefur spilað einstaklega vel í vetur.
Aron Einar hefur spilað einstaklega vel í vetur. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson var valinn leikmaður ársins hjá Cardiff City á lokahófi félagsins í kvöld.

Aron Einar var einnig valinn leikmaður ársins hjá leikmönnum liðsins og stuðningsmönnum.

Aron var inn og út úr byrjunarliðinu framan af tímabilinu en eftir að Neil Warnock tók við Cardiff í október hefur landsliðsfyrirliðinn verið fyrsti maður á skýrslu.

Aron Einar hefur spilað 39 af 45 leikjum Cardiff í B-deildinni og skorað þrjú mörk. Cardiff er í 13. sæti deildarinnar.

Aron Einar hefur leikið með Cardiff frá árinu 2011. Hann hefur alls leikið 237 leiki fyrir Cardiff og skorað 23 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×