Enski boltinn

Sonur Trump spilar fótbolta á lóð Hvíta hússins í búningi Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Barron ásamt foreldrum sínum Donald og Melania.
Barron ásamt foreldrum sínum Donald og Melania. vísir/getty

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, á kannski ekki marga stuðningsmenn lengur en getur þó huggað sig við að krakkar spila fótbolta í búningi Arsenal á lóð Hvíta hússins.

Hinn 11 ára gamli sonur bandarísku forsetahjónanna, Barron Trump, var myndaður að leika sér í fótbolta þar á dögunum og það í Arsenal-búningi.

Barron er mikill knattspyrnuáhugamaður og hafði sérstaklega gaman af því að fá leikmenn DC United í heimsókn.

Leikmenn liðsins sögðu það hafa komið sér á óvart hversu mikið sá stutti vissi um fótbolta.

Hugsanlega framtíðarleikmaður Arsenal?Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira