Enski boltinn

Sonur Trump spilar fótbolta á lóð Hvíta hússins í búningi Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Barron ásamt foreldrum sínum Donald og Melania.
Barron ásamt foreldrum sínum Donald og Melania. vísir/getty

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, á kannski ekki marga stuðningsmenn lengur en getur þó huggað sig við að krakkar spila fótbolta í búningi Arsenal á lóð Hvíta hússins.

Hinn 11 ára gamli sonur bandarísku forsetahjónanna, Barron Trump, var myndaður að leika sér í fótbolta þar á dögunum og það í Arsenal-búningi.

Barron er mikill knattspyrnuáhugamaður og hafði sérstaklega gaman af því að fá leikmenn DC United í heimsókn.

Leikmenn liðsins sögðu það hafa komið sér á óvart hversu mikið sá stutti vissi um fótbolta.

Hugsanlega framtíðarleikmaður Arsenal?
Fleiri fréttir

Sjá meira