Enski boltinn

Klopp hefur ekki áhuga á Hart

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hart í leik með Torino.
Hart í leik með Torino. vísir/getty

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði á blaðamannafundi í morgun að hann væri ekki að reyna að kaupa markvörðinn Joe Hart.

Breskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að Liverpool væri nálægt því að kaupa markvörðinn en þeir virðast hafa verið að míga upp í vindinn þar eins og svo oft áður.

„Hart er frábær markvörður í hæsta gæðaflokki. Hann er þó ekki í áætlunum okkar núna né síðar,“ sagði Klopp kurteis.

Pep Guardiola, stjóri Man. City, vildi ekki nota hart í vetur og sendi hann því til Tórínó þar sem hann hefur verið á láni í vetur og staðið sig vel.
Fleiri fréttir

Sjá meira