Enski boltinn

Klopp hefur ekki áhuga á Hart

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hart í leik með Torino.
Hart í leik með Torino. vísir/getty

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði á blaðamannafundi í morgun að hann væri ekki að reyna að kaupa markvörðinn Joe Hart.

Breskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að Liverpool væri nálægt því að kaupa markvörðinn en þeir virðast hafa verið að míga upp í vindinn þar eins og svo oft áður.

„Hart er frábær markvörður í hæsta gæðaflokki. Hann er þó ekki í áætlunum okkar núna né síðar,“ sagði Klopp kurteis.

Pep Guardiola, stjóri Man. City, vildi ekki nota hart í vetur og sendi hann því til Tórínó þar sem hann hefur verið á láni í vetur og staðið sig vel.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira