Íslenski boltinn

Ásgerður Stefanía ólétt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ásgerður Stefanía fagnar í lok síðasta tímabils.
Ásgerður Stefanía fagnar í lok síðasta tímabils. vísir/eyþór

Fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, verður ekki með liðinu í sumar þar sem hún er ólétt.

Þó svo fyrirliðinn geti ekki spilað með liðinu í sumar þá ætlar hún að vinna með liðinu og þjálfarateyminu eins lengi og ástand leyfi.

„Það eru auðvitað blendnar tilfinningar sem fylgja því að fá jafn gleðilegar fréttir og að geta á sama tíma ekki tekið þátt í komandi tímabili sem leikmaður enda er ég mjög bjartsýn á gengi liðsins,“ segir Ásgerður í tilkynningu Stjörnunnar en hún stefnir á endurkomu sumarið 2018.

Stjarnan mun klárlega sakna fyrirliðans síns sem er ekki bara lykilmaður heldur leikjahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild frá upphafi.
Fleiri fréttir

Sjá meira