Fótbolti

Manchester United fer til Spánar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho fer til Spánar með United.
José Mourinho fer til Spánar með United. vísir/getty

Manchester United mætir spænska liðinu Celta Vigo í undanúrslitum Evrópudeildarinnar en dregið var til undanúrslitanna í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.

United var síðasta liðið sem kom upp úr skálinni en Ajax var það fyrsta. Ajax dróst á móti franska liðinu Lyon sem komst í undanúrslitin með því að leggja Besiktas í vítaspyrnukeppni í gærkvöldi.

Lærisveinar José Mourinho byrja á útivelli en fyrri leikur liðanna fer fram á heimavelli Celta Vigo 4. maí og sá síðari á Old Trafford 11. maí.

Úrslitaleikurinn fer fram á Vinavöllum í Stokkhólmi 24. maí.

Drátturinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar:
Ajax - Lyon
Celta Vigo - Manchester United
Fleiri fréttir

Sjá meira