Fótbolti

Manchester United fer til Spánar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho fer til Spánar með United.
José Mourinho fer til Spánar með United. vísir/getty

Manchester United mætir spænska liðinu Celta Vigo í undanúrslitum Evrópudeildarinnar en dregið var til undanúrslitanna í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.

United var síðasta liðið sem kom upp úr skálinni en Ajax var það fyrsta. Ajax dróst á móti franska liðinu Lyon sem komst í undanúrslitin með því að leggja Besiktas í vítaspyrnukeppni í gærkvöldi.

Lærisveinar José Mourinho byrja á útivelli en fyrri leikur liðanna fer fram á heimavelli Celta Vigo 4. maí og sá síðari á Old Trafford 11. maí.

Úrslitaleikurinn fer fram á Vinavöllum í Stokkhólmi 24. maí.

Drátturinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar:
Ajax - Lyon
Celta Vigo - Manchester UnitedAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira