Enski boltinn

Vinnur Manchester United loksins á Turf Moor? | Myndband

Burnley tekur á móti Manchester United í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en þetta verður í þriðja skiptið sem Manchester United leikur deildarleik á Turf Moor og hefur liðinu ekki enn tekist að vinna.

Lærisveinar Jose Mourinho koma inn í leikinn með vind í seglunum en liðið hefur leikið 22 leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni án taps eftir frækinn 2-0 sigur gegn Chelsea í síðustu umferð.

Það fæst hinsvegar ekkert gefins á Turf Moor en eftir ósigur gegn Swansea í fyrstu umferðinni hefur aðeins Manchester City, Tottenham og Arsenal tekist að fara frá Turf Moor með stigin þrjú í farteskinu. Hefur liðið fengið 32 af 45 stigum sem í boði hafa verið á heimavelli.

Í seinni leik dagsins tekur Liverpool á móti Crystal Palace á heimavelli eftir að hafa unnið tvo útsigra í röð gegn Stoke og West Bromwich Albion.

Með sigri á morgun geta lærisveinar Jurgen Klopp sett pressu á Arsenal, Manchester City og Manchester United í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári þegar stutt er eftir af tímabilinu.

Christian Benteke, framherji Crystal Palace, vill eflaust ólmur sýna sig og sanna á morgun eftir að Liverpool seldi hann á síðasta ári en franski miðvörðurinn Mamadou Sakho sem er á láni hjá Crystal Palace frá Liverpool má ekki taka þátt í leik dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×