Enski boltinn

Rooney og Martial sáu um Burnley

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rooney fagnar marki sínu með Martial.
Rooney fagnar marki sínu með Martial. Vísir/getty
Tvö mörk í fyrri hálfleik dugðu Manchester United til sigurs gegn Burnely á Turf Moor í dag en bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik og átti franski sóknarmaðurinn Anthony Martial stóran hlut í þeim báðum.

Martial kom Manchester United yfir um miðbik fyrri hálfleiks eftir góða skyndisókn en fram að því hafði Manchester United verið afar ógnandi. Var þetta í fyrsta sinn sem gestirnir komu boltanum framhjá Tom Heaton, fyrrum leikmanni Manchester United, í vetur í 43. tilraunum.

Sjá einnig:Milljarðamark Martial gegn Burnley

Martial var aftur á ferðinni undir lok fyrri hálfleiks þegar Rooney bætti við öðru marki Manchester United. Fékk Martial þá góða sendingu inn fyrir vörnina frá landa sínum, Paul Pogba og reyndi skot að marki en frákastið hrökk fyrir fætur Wayne Rooney sem kom boltanum yfir línuna.

Voru það einu mörk leiksins en íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson sneri aftur inn á völlinn í seinni hálfleik eftir nokkra vikna fjarveru vegna meiðsla en hann náði ekki að láta til sín taka.

Manchester United saxaði því á næstu lið í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári en lærisveinar Jose Mourinho hafa nú leikið 23 leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni án ósigurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×