Margfalt betri afkoma sveitarfélaga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 23. apríl 2017 18:45 Stærstu sveitarfélög landsins skiluðu margfalt betri rekstrarniðurstöðu í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir mörg sveitarfélag vera að skila betri afkomu en undanfarin 10 til 15 ár, en þó blasi við kostnaðarsamar fjárfestingar á næstu árum.Ríflega fjórfalt betri afkoma í Kópavogi Sveitarfélög eru um þessar mundir að birta uppgjör fyrir árið 2016. Hafnarfjarðarbær skilaði rúmlega 500 milljóna króna afgangi í fyrra, um 180 milljónum meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Garðabær skilaði tæplega 800 milljóna afgangi, um hálfum milljarði meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstur Kópavogsbæjar skilaði afgangi upp á um 1,2 milljarða, ríflega fjórfalt meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ísafjarðarbær skilaði tæplega 180 milljóna króna afgangi en áætlanir gerðu ráð fyrir 18 milljónum. Dalvík skilaði um tvöfalt meiri afgangi en gert var ráð fyrir, um 250 milljónum. Akureyrarbær var rekinn með 80 milljón króna halla sem er þó ríflega 600 milljónum króna betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Fljótsdalshérað skilaði tæplega 260 milljóna króna afgangi, um fjórfalt meira en gert var ráð fyrir. Rúmlega 400 milljóna afgangur varð af rekstri Vestmannaeyjabæjar, en áætlanir gerðu ráð fyrir um 140 milljónum. Þá skilaði Reykjanesbær tæplega 130 milljóna króna afgangi, en áætlanir gerðu ráð fyrir rúmlega 70.Miklar launahækkanir og lág verðbólga Þess má geta að Reykjavíkurborg birtir ársreikning næsta fimmtudag. En hvað skýrir þessa afkomu sveitarfélaga, sem er í flestum tilvikum margfalt betri en áætlanir gerðu ráð fyrir? Sveitarstjórnarfólk sem fréttastofa ræddi við í dag nefnir meðal annars miklar launahækkanir í fyrra sem hafi skilað sér í meiri útsvarstekjum.Sigurður Ármann Snævarr, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir það að mörgu leyti rétt, en skýringar séu þó fleiri. „Annað sem við sjáum líka, það er það að verðbólgan er minni en menn gerðu ráð fyrir. Það þýðir að verðbætur eru lægri sem að skuldugu sveitarfélögin eru að greiða,“ segir Sigurður.Ágæt hagræðing í gangi Hann nefnir einnig að almenn rekstrargjöld sveitarfélaganna hafa hækkað mun minna en tekjur. „Það segir okkur að það hefur verið ágæt hagræðing í gangi í mörgum sveitarfélögum,“ segir Sigurður.Björninn ekki unninn Hjá mörgum sveitarfélögum sé þetta betri niðurstaða en undanfarin 10 til 15 ár. Varðandi framhaldið nefnir Sigurður að fjárfestingar sveitarfélaga hafi síðastliðin tvö til þrjú ár verið í algjöru lágmarki og þær verði kostnaðarsamar á næstu árum. „Þó að þessar fréttir núna um ársreikninga 2016 séu góðar, þá er þar með ekki björninn unninn. Það eru heilmikið fram undan hjá sveitarfélögunum í sérstaklega fjárfestingum, innviðum og öðru slíku,“ segir Sigurður. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Stærstu sveitarfélög landsins skiluðu margfalt betri rekstrarniðurstöðu í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir mörg sveitarfélag vera að skila betri afkomu en undanfarin 10 til 15 ár, en þó blasi við kostnaðarsamar fjárfestingar á næstu árum.Ríflega fjórfalt betri afkoma í Kópavogi Sveitarfélög eru um þessar mundir að birta uppgjör fyrir árið 2016. Hafnarfjarðarbær skilaði rúmlega 500 milljóna króna afgangi í fyrra, um 180 milljónum meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Garðabær skilaði tæplega 800 milljóna afgangi, um hálfum milljarði meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstur Kópavogsbæjar skilaði afgangi upp á um 1,2 milljarða, ríflega fjórfalt meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ísafjarðarbær skilaði tæplega 180 milljóna króna afgangi en áætlanir gerðu ráð fyrir 18 milljónum. Dalvík skilaði um tvöfalt meiri afgangi en gert var ráð fyrir, um 250 milljónum. Akureyrarbær var rekinn með 80 milljón króna halla sem er þó ríflega 600 milljónum króna betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Fljótsdalshérað skilaði tæplega 260 milljóna króna afgangi, um fjórfalt meira en gert var ráð fyrir. Rúmlega 400 milljóna afgangur varð af rekstri Vestmannaeyjabæjar, en áætlanir gerðu ráð fyrir um 140 milljónum. Þá skilaði Reykjanesbær tæplega 130 milljóna króna afgangi, en áætlanir gerðu ráð fyrir rúmlega 70.Miklar launahækkanir og lág verðbólga Þess má geta að Reykjavíkurborg birtir ársreikning næsta fimmtudag. En hvað skýrir þessa afkomu sveitarfélaga, sem er í flestum tilvikum margfalt betri en áætlanir gerðu ráð fyrir? Sveitarstjórnarfólk sem fréttastofa ræddi við í dag nefnir meðal annars miklar launahækkanir í fyrra sem hafi skilað sér í meiri útsvarstekjum.Sigurður Ármann Snævarr, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir það að mörgu leyti rétt, en skýringar séu þó fleiri. „Annað sem við sjáum líka, það er það að verðbólgan er minni en menn gerðu ráð fyrir. Það þýðir að verðbætur eru lægri sem að skuldugu sveitarfélögin eru að greiða,“ segir Sigurður.Ágæt hagræðing í gangi Hann nefnir einnig að almenn rekstrargjöld sveitarfélaganna hafa hækkað mun minna en tekjur. „Það segir okkur að það hefur verið ágæt hagræðing í gangi í mörgum sveitarfélögum,“ segir Sigurður.Björninn ekki unninn Hjá mörgum sveitarfélögum sé þetta betri niðurstaða en undanfarin 10 til 15 ár. Varðandi framhaldið nefnir Sigurður að fjárfestingar sveitarfélaga hafi síðastliðin tvö til þrjú ár verið í algjöru lágmarki og þær verði kostnaðarsamar á næstu árum. „Þó að þessar fréttir núna um ársreikninga 2016 séu góðar, þá er þar með ekki björninn unninn. Það eru heilmikið fram undan hjá sveitarfélögunum í sérstaklega fjárfestingum, innviðum og öðru slíku,“ segir Sigurður.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira