Körfubolti

Sjáðu ótrúlegan þrist Ellenbergs úr horninu | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aaryn Ellenberg skoraði 33 stig þegar Snæfell bar sigurorð af Keflavík, 68-60, í þriðja leik liðanna í úrslitum Domino's deildar kvenna.

Ellenberg var sérstaklega öflug undir lokin en hún skoraði 14 stig í 4. leikhluta.

Ein karfan var öðrum eftirminnilegri en þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka kom hún Snæfelli fimm stigum yfir, 61-56, með ótrúlegum þristi úr hægra horninu. Ellenberg virtist vera búin að missa boltann út af en náði samt að koma skoti á körfuna.

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ekki sáttur og taldi að Ellenberg hefði skrefað þegar hún tók skotið.

Sverrir fékk tæknivillu og Ellenberg setti vítið niður. Þetta var því rándýr fjögurra stiga sókn hjá Snæfelli og vóg þungt þegar uppi var staðið.

Þessa ótrúlegu körfu má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Aaryn: Vissi að ég þyrfti að stíga upp undir lok leiksins

Leikstjórnandi Snæfells var að vonum sátt eftir sigur gegn Keflavík í úrslitaeinvígi Dominos-deildar kvenna í kvöld en Snæfell minnkaði muninn í 1-2 með sigrinum og hélt lífi í baráttunni um að verja Íslandsmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×