Innlent

Lægð suður af landinu beinir hlýju lofti til okkar en köldu lofti til nágrannanna

Birgir Olgeirsson skrifar
Á morgun gæti hiti náð 13 til 14 stigum á Suðausturlandi og Austfjörðum þegar hlýja loftið hefur náð að sópa því kalda burt.
Á morgun gæti hiti náð 13 til 14 stigum á Suðausturlandi og Austfjörðum þegar hlýja loftið hefur náð að sópa því kalda burt. Veðurstofa Íslands
Hæð suður af landinu beinir hlýju lofti til Íslendinga en Skandinavíubúar eru ekki eins heppnir því. Þessi lægð suður af Íslandi verður þess valdandi að kalt loft streymir suður til landanna austan við Ísland og því verður kalt í Skandinavíu í dag og er í búist við éljum í Skotlandi.

Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þar segir að í dag sé útlit fyrir suðvestan stinningsgolu eða kalda, en búast má við strekkingi norðvestanlands.

Á morgun gæti hiti náð 13 til 14 stigum á Suðausturlandi og Austfjörðum þegar hlýja loftið hefur náð að sópa því kalda burt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:

Vaxandi sunnanátt, 10-15 m/s á Suður- og Vesturlandi seinnipartinn og fer að rigna en líkur á slyddu eða snjómuggu til fjalla um kvöldið. Hægari vindur norðan- og austanlands og léttskýjað. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast norðaustantil á landinu en kólnar vestantil um kvöldið.

Á föstudag:

Suðaustan 8-15 m/s og rigning, talsverð SA-lands en slydda á Vestfjörðum fyrir miðnætti. Bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 4 til 10 stig, en kólnar niður undir frostmark V-til.

Á laugardag:

Austan 8-15 m/s og rigning með köflum, en þurrt norðan- og norðvestanlands. Kólnar lítið eitt.

Á sunnudag og mánudag:

Austan- og suðaustan 5-13 m/s. Skýjað og rigning með köflum en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×