Innlent

Þolandi mansals leitaði í Bjarkahlíð

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
­Bjarkahlíð tók til starfa í mars á þessu ári.
­Bjarkahlíð tók til starfa í mars á þessu ári. Vísir/Stefán
 „Við höfum fengið mál til okkar þar sem grunur er um mansal og fékk viðkomandi stuðning og ráðgjöf,“ segir Ragna Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri miðstöðvarinnar Bjarkahlíðar, en gefur ekki meira upp um eðli málsins vegna trúnaðar við skjólstæðinga sína.

Miðstöðin var opnuð í mars og þrátt fyrir að skammur tími sé liðinn hefur þó nokkur fjöldi nýrra mála borist. Sum er varða vændi. Í þeim tilfellum hafi fólk stundað vændi sem afleiðingu þess að vera þolandi ofbeldis.

„Við höfum líka fengið mál þar sem fólk stundar vændi sem afleiðingu þess að vera þolandi ofbeldis bæði í æsku og sem fullorðnir. Þolendur mansals og vændis fá sömu þjónustu hjá Bjarkarhlíð líkt og aðrir þolendur ofbeldis þar sem unnið er með afleiðingar ofbeldisins,“ segir Ragna.

Í Bjarkahlíð fara fram einstaklingsviðtöl og þar er sú nýlunda að öryggi viðkomandi er metið áður en lengra er haldið. Þá er ríkt samstarf við lögreglu og þolendum veitt lagaleg og félagsleg ráðgjöf. Fyrirmyndin er sótt til Bandaríkjanna þar sem eru reknar miðstöðvarnar Family Justice Center. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×