Enski boltinn

Eriksen hetja Tottenham á Selhurst Park

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eriksen fagnar marki sínu.
Eriksen fagnar marki sínu. vísir/getty
Tottenham minnkaði forskot Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig með 0-1 sigri á Crystal Palace á Selhurst Park í kvöld.

Christian Eriksen skoraði eina mark leiksins á 78. mínútu. Daninn fékk þá boltann fyrir utan teig, lét vaða og inn fór boltinn.

Tottenham og Chelsea hafa bæði leikið 34 leiki og eiga því fjóra leiki eftir í vetur.

Palace er í 12. sæti deildarinnar með 38 stig.

20:55: Leik lokið á Selhurst Park. Baráttusigur hjá Tottenham.

20:40: Leik lokið á Emirates og Riverside. 1-0 sigrar hjá Arsenal og Boro.

20:34: MARK!!! Christian Eriksen kemur Spurs yfir! Fær boltann fyrir utan teig og lætur bara vaða. Mikilvægt mark.

20:28: MARK!!! Arsenal er komið yfir! Robert Huth með sjálfsmark. Nacho Monreal á skot sem fer af Þjóðverjanum og í netið.

20:21: Staðan er enn markalaus á Emirates. Þá geta strákarnir hans Wengers nánast kvatt Meistaradeildarsætið.

20:14: Walker með góða fyrirgjöf en Alli hittir ekki markið úr dauðafæri!

20:12: Sakho virðist illa meiddur og er borinn af velli. Áfall fyrir Palace. Stóri Sam er þungt hugsi á hliðarlínunni. Sakho virtist festa takkanna í grasinu og hnéð fór í undarlega stöðu. Damian Delaney kemur inn á fyrir Sakho.

19:48: Seinni hálfleikurinn er hafinn á Riverside og Emirates.

19:46: Fyrri hálfleiknum á Selhurst Park er lokið. Staðan markalaus. Tottenham þarf að gera betur í seinni hálfleiknum.

19:34: Alexis Sánchez á skot í slá rétt áður en flautað er til hálfleiks á Emirates. Það er einnig kominn hálfleikur á Riverside. Það er aðeins eitt mark komið í leikjunum þremur. Það gerði De Roon fyrir Boro gegn Sunderland.

19:27: Enn markalaust á Emirates og Selhurst Park.

19:00: Leikurinn á Selhurst Park er hafinn!

18:54: MARK!!! Marten De Roon kemur Boro yfir í grannaslagnum gegn Sunderland. Frábær byrjun hjá heimamönnum.

18:45: Það er búið að flauta til leiks á Riverside og Emirates!

18:35: Tottenham getur minnkað forskot toppliðs Chelsea niður í þrjú stig með sigri á Selhurst Park. Geri Spurs-menn það ekki er nánast hægt að afhenda Chelsea bikarinn.

18:20: Steve Agnew gerir tvær breytingar frá síðasta leik. Cristhian Stuani og Adam Forshaw koma inn fyrir Gastón Ramírez og Antonio Barragán. David Moyes teflir hins vegar fram óbreyttu byrjunarliði.

18:17: Arsene Wenger gerir fjórar breytingar frá bikarsigrinum á Manchester City á sunnudaginn. Héctor Bellerín, Francis Coquelin, Kieran Gibbs og Theo Walcott koma inn fyrir Rob Holding, Alex Oxlade-Chamberlin, Aaron Ramsey og Olivier Giroud. Craig Shakespeare lætur eina breytingu duga. Danny Drinkwater kemur inn fyrir Andy King.

18:15: Tottenham sækir sjóðheitt lið Crystal Palace heim. Mauricio Pochettino gerir tvær breytingu á byrjunarliði Tottenham frá bikarleiknum gegn Chelsea á laugardaginn. Kyle Walker og Ben Davies koma inn fyrir Kieran Trippier og Son Heung-Min. Stóri Sam Allardyce gerir tvær breytingar frá sigrinum á Liverpool á sunnudaginn. Mamadou Sakho og James McArthur koma inn fyrir James Tomkins og Yohan Cabaye.

18:15: Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá gangi mála í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×