Innlent

Veiðidögum á grásleppu fjölgað

Anton Egilsson skrifar
Landað úr grásleppubáti.
Landað úr grásleppubáti. Vísir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fjölga veiðidögum á grásleppuvertíð um 10 daga, úr 36 í 46. Það verður gert með reglugerð sem tekur gildi á miðvikudaginn næstkomandi. 

Í tilkynningu á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að heildarveiði á grásleppuvertíð hafi verið dræm. Á því séu nokkrar skýringar, meðal annars. að fjöldi virkra leyfa er í lágmarki miðað við undanfarin ár en samkvæmt Fiskistofu hafa aðeins 157 aðilar sótt um leyfi það sem af er þessari vertíð, og aflabrögð verið með lakara móti.

„Ráðuneytinu er ljóst að þessi ákvörðun kemur seint en lengi var vonað að afli tæki að glæðast. Fyrir liggur að þeir sem hófu fyrstir veiðar eru búnir að taka upp netin og strandveiðar að hefjast. Eftir sem áður er mikið í húfi fyrir þá sem stunda grásleppuveiðar áfram og þá sem hafa atvinnu af þeim í landi, m.a. við vinnslu afurða að allt verði reynt til að ná því magni sem Hafrannsóknastofnun hefur lagt til,” segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×