Erlent

Hæstiréttur Bandaríkjanna aftur fullskipaður

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump og Neil Gorsuch fyrr í dag.
Donald Trump og Neil Gorsuch fyrr í dag. Vísir/AFP
Hæstiréttur Bandaríkjanna er aftur orðinn fullskipaður eftir að Neil Gorsuch var svarinn í embætti klukkan 15 að íslenskum tíma í dag.

Gorsuch tekur sæti dómarans íhaldssama, Antonin Scalia, sem lést í febrúar á síðasta ári.

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti skipun Gorsuch í síðustu viku, en það var Donald Trump Bandaríkjaforseti sem tilnefndi dómarann.

Hinn 49 ára Gorsuch var fyrst svarinn í embætti við smærri athöfn fyrr í dag. Önnur athöfn fór svo fram á lóð Hvíta hússins í Washington þar sem Trump forseti var viðstaddur.

Barack Obama tilnefndi á sínum tíma Merrick Garland sem nýjan hæstaréttardómara, en öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, neitaði að greiða atkvæði um tilnefninguna. Sögðu þingmenn að næsti forseti skyldu tilnefna arftaka Scalia, eftir að Obama léti af embætti.


Tengdar fréttir

Gorsuch segir Trump ekki hafinn yfir lög

Aðspurður hvort Trump gæti verið sóttur til saka ef hann kæmi aftur á ólöglegum yfirheyrsluaðferðum ítrekaði Gorsuch þessa skoðun sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×