Erlent

Nokkur lík fundust í íbúð í Kaupmannahöfn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. vísir/epa
Nokkur lík fundust í íbúð í úthverfinu Brønshøj í Kaupmannahöfn í nótt. Einn hefur verið handtekinn í tengslum við málið, að sögn dönsku lögreglunnar. Ekki hefur verið upplýst um hversu margir fundust látnir í nótt, né hvað talið er hafa gerst.

Hluta hverfisins hefur verið lokað og er fjöldinn allur af lögreglu- og sjúkrabílum á svæðinu. Yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir í samtali við Extrabladet að lögregla hafi farið í eftirlitsferð á svæðið eftir tilkynningu um heimilisofbeldi. Óhugnanleg sjón hafi tekið á móti þeim.

Lögregla hefur lýst því yfir að frekari upplýsingar verði ekki gefnar um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×