Sport

Hestasportið vinsælt

Telma Tómasson skrifar

Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum er lokið og má fullyrða að mótaröðin hafi sjaldan verið sterkari.

Afreksknapinn Bergur Jónsson stóð uppi sem sigurvegari í einstaklingskeppni MD 2017 og lið Top Reiter reyndist sigurstranglegast í liðakeppninni.

Sýnt var frá öllum mótum meistaradeildarinnar í vetur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og nutu þættirnir mikilla vinsælda. Einnig var gerður góður rómur að umræðuþáttum um meistaradeildina, en lokaþáttur er á dagskrá á Stöð 2 sport í kvöld, skírdag.

Meðfylgjandi er myndskeið þar sem sjá má hápunkta MD 2017 og myndbrot úr sýningum sigurvegara hverrar keppnisgreinar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira