Sport

Hestasportið vinsælt

Telma Tómasson skrifar

Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum er lokið og má fullyrða að mótaröðin hafi sjaldan verið sterkari.

Afreksknapinn Bergur Jónsson stóð uppi sem sigurvegari í einstaklingskeppni MD 2017 og lið Top Reiter reyndist sigurstranglegast í liðakeppninni.

Sýnt var frá öllum mótum meistaradeildarinnar í vetur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og nutu þættirnir mikilla vinsælda. Einnig var gerður góður rómur að umræðuþáttum um meistaradeildina, en lokaþáttur er á dagskrá á Stöð 2 sport í kvöld, skírdag.

Meðfylgjandi er myndskeið þar sem sjá má hápunkta MD 2017 og myndbrot úr sýningum sigurvegara hverrar keppnisgreinar.
Fleiri fréttir

Sjá meira