Íslenski boltinn

Grindvíkingar í úrslit eftir vítakeppni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Grindvíkingar eru komnir í úrslitaleikinn.
Grindvíkingar eru komnir í úrslitaleikinn. vísir/hanna
Það verður Grindavík sem mætir KR í úrslitaleik Lengjubikars karla á annan í páskum.

Grindavík mætti KA í seinni undanúrslitaleiknum í Boganum á Akureyri í kvöld og vann 2-4 sigur eftir vítaspyrnukeppni.

Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því réðust úrslitin í vítakeppni.

Þar skoruðu leikmenn Grindavíkur úr fjórum spyrnum en KA-menn aðeins úr tveimur. Hákon Ívar Ólafsson tryggði Grindvíkingum sæti í úrslitaleiknum þegar hann skoraði úr síðustu spyrnu þeirra.

Vítakeppnin:

0-0 Brynjar Ásgeir Guðmundsson klikkar

0-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson klikkar

0-1 Andri Rúnar Bjarnason skorar

0-1 Emil Lyng klikkar

0-2 Björn Berg Bryde skorar

1-2 Almarr Ormarsson skorar

1-3 Gunnar Þorsteinsson skorar

2-3 Davíð Rúnar Bjarnason skorar

2-4 Hákon Ívar Ólafsson skorar

Upplýsingar um úrslit eru fengnar frá úrslit.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×