Fótbolti

Real Madrid lenti tvisvar undir en vann samt án BBC

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Morata jafnar metin í 2-2.
Morata jafnar metin í 2-2. vísir/getty
Real Madrid kom til baka og vann afar mikilvægan sigur á Sporting Gijon, 2-3, í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Real Madrid lenti tvisvar undir í leiknum en kom til baka og vann sigur þrátt fyrir að Cristiano Ronaldo, Gareth Bale, Karim Benzema, Toni Kroos og Luka Modric hafi ekki spilað í dag.

Duje Cop kom Gijon yfir á 14. mínútu en Isco jafnaði metin þremur mínútum síðar. Staðan í hálfleik var 1-1.

Real Madrid lenti aftur undir á 50. mínútu þegar Mikel Vesga skoraði annað mark Gijon.

Álvaro Morata jafnaði metin á 59. mínútu og á lokamínútunni tryggði Isco Real Madrid svo sigurinn með sínu öðru marki. Lokatölur 2-3, Real Madrid í vil.

Með sigrinum náði Real Madrid sex stiga forskoti á Barcelona sem fær Real Sociedad í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×