Fótbolti

Lokeren bjargaði stigi á síðustu stundu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar og félagar hafa ekki farið vel af stað í Evrópudeildarriðlinum.
Rúnar og félagar hafa ekki farið vel af stað í Evrópudeildarriðlinum. vísir/getty
Það var mikið fjör í leik Eupen og Lokeren í svokölluðum Evrópudeildarriðli belgísku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Lokatölur 3-3.

Strákarnir hans Rúnars Kristinssonar hafa ekki farið vel af stað í riðlinum og eru aðeins með tvö stig eftir þrjá leiki.

Lokeren getur þó ágætlega unað við úrslitin í leik kvöldsins en serbneski framherjinn Marko Miric jafnaði metin í 3-3 þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma.

Ari Freyr Skúlason lék ekki með Lokeren í kvöld vegna meiðsla. Þá sat Gary Martin allan tímann á varamannabekk liðsins.

Næsti leikur Lokeren er gegn KSV Roeselare eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×