Bíó og sjónvarp

Minntust Carrie Fisher

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Carrie Fisher var þekktust fyrir hlutverk sitt sem Leia prinsessa í Star Wars myndunum.
Carrie Fisher var þekktust fyrir hlutverk sitt sem Leia prinsessa í Star Wars myndunum. Vísir/Getty
Aðdáendur Star Wars myndanna minntust leikkonunnar Carrie Fisher, nú á dögunum, en sérstakt myndband um leikkonuna, var sýnt á Star Wars fögnuði, sem fer fram um helgina, í Orlando í Flórída. Leikkonan lést skyndilega úr hjartaáfalli, í desember síðastliðnum.

Á fögnuðinum hafa fjöldi stjarna komið fram og var á föstudag meðal annars gefin út ný stikla fyrir nýjustu Star Wars myndina, The Last Jedi.

Í myndbandinu er meðal annars fjallað um það hve stórkostlegur persónuleiki Carrie var og jafnframt sýnt úr viðtali, þar sem hún útskýrir mikilvægi persónu sinnar, Leiu prinsessu, sem fyrirmynd fyrir konur um víða veröld.

Nú er ljóst að Star Wars: The Last Jedi, verður hennar síðasta Star Wars mynd, en áður höfðu borist fregnir af því að hún myndi einnig birtast í framhaldinu af myndinni, en svo er ekki. 

Myndbandið, sem er afar hjartnæmt, má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×