Innlent

Slökktu eld í fjölbýli við Furugrund

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Allt tiltækt lið var sent á staðinn. Slökkvistarf gekk vel.
Allt tiltækt lið var sent á staðinn. Slökkvistarf gekk vel. Vísir/Anton Brink
Eldur kom upp í ruslageymslu í fjölbýlishúsi við Furugrund í Kópavogi laust fyrir klukkan tólf í dag. Dökkan, þykkan reyk lagði frá húsinu og var allt tiltækt slökkvilið sent á staðinn.

Slökkvistarf gekk vel og unnið er að því að reykræsta stigaganginn. Ekki er vitað um upptök eldsins að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×