Fótbolti

Adams hrósaði Sverri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sverrir Ingi og félagar eru í vondum málum.
Sverrir Ingi og félagar eru í vondum málum. vísir/getty
Sverrir Ingi Ingason fékk hrós frá Tony Adams, nýjum knattspyrnustjóra Granada, eftir 0-3 tap fyrir Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Sverrir var í byrjunarliði Granada í fyrsta leik liðsins undir stjórn Adams.

Granada steinlá en þrátt fyrir það var Adams ánægður með frammistöðu Sverris og slóvenska landsliðsmannsins Rene Krhin.

„Við höfum eitthvað til að byggja á, eins og frammistöðum Rene og Sverris. Þeir spiluðu báðir vel,“ sagði gamli Arsenal-fyrirliðinn eftir leikinn.

Granada er í afar erfiðri stöðu, í nítjánda og næstneðsta sæti spænsku deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðum er ólokið.

Adams var ánægður með íslenska landsliðsmanninn.vísir/getty

Tengdar fréttir

Hvað er Tony Adams að gera? | Myndband

Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason fékk nýjan stjóra í vikunni þegar Arsenal-goðsögnin Tony Adams tók við Granada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×