Innlent

Flugi til og frá Ísafirði aflýst

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Flugfélag Íslands hefur aflýst flugi til og frá Ísafjarðar.
Flugfélag Íslands hefur aflýst flugi til og frá Ísafjarðar. vísir/vilhelm

Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu flugi til og frá Ísafirði það sem eftir lifir dags. Þetta kemur fram á vef Flugfélags Íslands.

Þá hefur flugi frá Akureyri til Reykjavíkur klkukkan 17 og 18:10 verið frestað og er næstu upplýsinga að vænta klukkan 16:15.

Veður tók að versna á Hellisheiði upp úr klukkan níu í morgun og núna í hádeginu á að vera snjóbylur og segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að veðurspá um storm og hríðarveður sé að ganga eftir í öllum megin atriðum.

Björgunarsveitir eru nú í viðbragðsstöðu og þeir sem hyggja á ferðalög eru beðnir um að fylgjast vel með veðri og færð áður en lagt er af stað.
Fleiri fréttir

Sjá meira