Innlent

Flugi til og frá Ísafirði aflýst

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Flugfélag Íslands hefur aflýst flugi til og frá Ísafjarðar.
Flugfélag Íslands hefur aflýst flugi til og frá Ísafjarðar. vísir/vilhelm

Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu flugi til og frá Ísafirði það sem eftir lifir dags. Þetta kemur fram á vef Flugfélags Íslands.

Þá hefur flugi frá Akureyri til Reykjavíkur klkukkan 17 og 18:10 verið frestað og er næstu upplýsinga að vænta klukkan 16:15.

Veður tók að versna á Hellisheiði upp úr klukkan níu í morgun og núna í hádeginu á að vera snjóbylur og segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að veðurspá um storm og hríðarveður sé að ganga eftir í öllum megin atriðum.

Björgunarsveitir eru nú í viðbragðsstöðu og þeir sem hyggja á ferðalög eru beðnir um að fylgjast vel með veðri og færð áður en lagt er af stað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira