Enski boltinn

Terry fer frá Chelsea í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Terry hefur verið fyrirliði Chelsea frá 2004.
Terry hefur verið fyrirliði Chelsea frá 2004. vísir/getty
John Terry, fyrirliði Chelsea, yfirgefur félagið í sumar eftir 22 ár í herbúðum þess.

Terry lék sinn fyrsta leik fyrir Chelsea árið 1998 og hefur síðan þá leikið 713 leiki og skorað 66 mörk fyrir félagið. Terry er þriðji leikjahæsti leikmaður í sögu Chelsea.

Terry var gerður að fyrirliða Chelsea 2004 og hefur borið fyrirliðabandið í 578 leikjum fyrir félagið.

 

Terry hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Chelsea. Hann hefur fjórum sinnum orðið enskur meistari, fimm sinnum bikarmeistari, þrisvar sinnum deildarbikarmeistari auk þess sem hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina.

Terry hefur lítið komið við sögu hjá Chelsea í vetur og aðeins spilað fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea er með fjögurra stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og komið í undanúrslit bikarkeppninnar svo það eru góðar líkur á því að Terry kveðji með titli eða titlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×